Ingi­mar Þór Frið­riks­son, einn af lykil­stjórn­endum hjá Kópa­vogs­bæ, hefur á­kveðið að gefa kost á sér í 3. til 5. sæti á lista Pírata í Reykja­víkur­kjör­dæmi fyrir komandi al­þingis­kosningar.

Megin á­herslu­mál Ingi­mars er aukið gagn­sæi og að tryggja jöfn tæki­færi fyrir alla. Hann vill auka skil­virkni Al­þingis og nýta betri lausnir varðandi eftir­lit og mælingu á árangri hins opin­bera.

Í til­kynningu kemur fram að hann hefur starfað hjá Kópa­vogs­bæ undan­farin níu ár og unnið að verk­efnum sem tengjast gagn­sæi og beinu lýð­ræði í Kópa­vogi. Áður starfaði Ingi­mar meðal annars hjá eigin fyrir­tæki Betri lausnir ehf. árin 2004 - 2011, hjá Há­skólanum í Reykja­vík á árunum 2000-2004 og hjá Iðn­lána­sjóði og FBA árin 1989 - 2000. Ingi­mar var auk þess aðal­kennari nám­skeiða við Há­skólann í Reykja­vík á árunum 2004 - 2016

Hægt er að kynna sér Ingi­mar og mál­efnin hans betur hér á fram­boðs­síðu hans.

Fleiri hafa kynnt um framboð sitt í kjördæminu eins og Oktavía Hrund, Andrés Ingi sem áður var í VG, Halldór Auðar og Arndís Anna.