Ingimar Þór Friðriksson, einn af lykilstjórnendum hjá Kópavogsbæ, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 3. til 5. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
Megin áherslumál Ingimars er aukið gagnsæi og að tryggja jöfn tækifæri fyrir alla. Hann vill auka skilvirkni Alþingis og nýta betri lausnir varðandi eftirlit og mælingu á árangri hins opinbera.
Í tilkynningu kemur fram að hann hefur starfað hjá Kópavogsbæ undanfarin níu ár og unnið að verkefnum sem tengjast gagnsæi og beinu lýðræði í Kópavogi. Áður starfaði Ingimar meðal annars hjá eigin fyrirtæki Betri lausnir ehf. árin 2004 - 2011, hjá Háskólanum í Reykjavík á árunum 2000-2004 og hjá Iðnlánasjóði og FBA árin 1989 - 2000. Ingimar var auk þess aðalkennari námskeiða við Háskólann í Reykjavík á árunum 2004 - 2016
Hægt er að kynna sér Ingimar og málefnin hans betur hér á framboðssíðu hans.
Fleiri hafa kynnt um framboð sitt í kjördæminu eins og Oktavía Hrund, Andrés Ingi sem áður var í VG, Halldór Auðar og Arndís Anna.