Ingi­björg Sól­rún Gísla­dóttir, fyrrum utan­ríkis­ráð­herra, borgar­stjóri og al­þingis­maður, hefur verið skipuð sem vara­full­trúi António Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóra Sam­einuðu þjóðanna, í Að­stoðar­sendi­sveit sam­takanna í Írak, UNAMI, en Guter­res til­kynnti málið fyrr í dag.

Að því er kemur fram í til­kynningu um málið mun Ingi­björg fara fyrir pólitískri deild sveitarinnar auk þess sem hún mun hafa kosninga­starf á sinni könnu.

Hún tekur við af hinni bresku Alice Wag­po­le en Wag­po­le lýkur stöfum í lok febrúar.

Líkt og áður segir er Ingi­björg fyrrum utan­ríkis­ráð­herra, borgar­stjóri og al­þingis­maður, en hún hefur einnig starfað hjá UN Wo­men í Kabúl og stýrt svæðis­skrif­stofu stofnunarinnar í Istanbúl.

Þá var hún síðast yfir­maður lýð­ræðis- og mann­réttinda­skrif­stofu Öryggis- og sam­vinnu­stofnunar Evrópu, OSCE.