Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, borgarstjóri og alþingismaður, hefur verið skipuð sem varafulltrúi António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, í Aðstoðarsendisveit samtakanna í Írak, UNAMI, en Guterres tilkynnti málið fyrr í dag.
Að því er kemur fram í tilkynningu um málið mun Ingibjörg fara fyrir pólitískri deild sveitarinnar auk þess sem hún mun hafa kosningastarf á sinni könnu.
Hún tekur við af hinni bresku Alice Wagpole en Wagpole lýkur stöfum í lok febrúar.
Líkt og áður segir er Ingibjörg fyrrum utanríkisráðherra, borgarstjóri og alþingismaður, en hún hefur einnig starfað hjá UN Women í Kabúl og stýrt svæðisskrifstofu stofnunarinnar í Istanbúl.
Þá var hún síðast yfirmaður lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, OSCE.