Ingibjörg Pálmadóttir hefur nú selt allt sitt hlutafé í 365 miðlum en hún hefur, ásamt eiginmanni sínum Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, starfrækt fjölmiðla á Íslandi síðastliðin 16 ár.

Ingibjörg sendi kveðjur til starfsmanna Torgs og þakkaðu þeim fyrir samstarfið.

„Við komum fyrst að fjölmiðlarekstri rétt eftir síðustu aldamót. Seint verður sagt að sá tími hafi verið tíðindalítill. Hann var ekki átakalaus, en þó lærdómsríkur,“ segir í kveðjubréfi sem Ingibjörg sendi á starfsmenn Torgs í morgun.

Helgi Magnússon hefur keypt eignarhlut 365 miðla í Fréttablaðinu og eru áform um að sameina Torg og Hringbraut. Tilkynnt var um þetta á starfsmannafundi á Fréttablaðinu í morgun.

„Tæp tuttugu ár eru dágóður tími og nú er komið að öðrum að taka við keflinu,“ segir Ingibjörg.

Ingibjörg segir að verk starfsmanna og fyrrum starfsmanna skipta öllu máli og sé það undirstaðan í velgengni blaðsins í gegnum tíðina.

„Þegar öllu er á botninn hvolft, þá erum við stolt af okkar þætti í íslenskri fjölmiðlasögu og göngum sátt frá borði.“