Fram­boðs­list­i Fram­sókn­ar í Norð­aust­ur­kjör­dæm­i fyr­ir Al­þing­is­kosn­ing­arn­ar 25. sept­em­ber var í kvöld sam­þykkt­ur með öll­um greidd­um at­kvæð­um á auk­a­kjör­dæm­is­þing­i í kvöld. Próf­kjör með póst­kosn­ing­u fór fram um sex efst­u sæti hans og stóð það yfir 1. til 31. mars.

Ingi­björg Ólöf Isak­sen, fram­kvæmd­a­stjór­i og bæj­ar­full­trú­i á Akur­eyr­i er odd­vit­i list­ans. Í öðru sæti er Lín­eik Anna Sæ­vars­dótt­ir al­þing­is­mað­ur sem sótt­ist eft­ir fyrst­a sæt­in­u. Þriðj­a sæt­ið skip­ar Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son, bónd­i og al­þing­is­mað­ur. Í fjórð­a sæti er Helg­i Héð­ins­son, bónd­i og odd­vit­i Skút­u­stað­a­hrepps. Fimmt­a sæt­ið skip­ar Hall­dór­a Hauks­dótt­ir, lög­fræð­ing­ur og sjött­a sæt­ið Krist­inn Rún­ar Tryggv­a­son, bónd­i. Þór­unn Egils­dótt­ir, al­þing­is­mað­ur, skip­ar heið­urs­sæt­i list­ans.