Ingi­björg Ólöf Isak­sen, bæjar­full­trúi á Akur­eyri, vermir fyrsta sæti lista Fram­sóknar í Norð­austur­kjör­dæmi fyrir Al­þingis­kosningar næsta haust. Hún hafði betur í póst­kosningu flokksins en sitjandi þing­maður flokksins, Líneik Anna Sæ­vars­dóttir.

Líneik Anna verður í 2. sæti og Þórarinn Ingi Péturs­son verður í 3. sæti. Fyrst er greint frá á vefnum Akur­eyri.net.

Þar kemur fram að póst­kosning stóð yfir allan mars­mánuð en at­kvæðin voru talin í dag og niður­staðan kynnt í kvöld.

Á kjör­skrá voru 2.207 og niður­staðan varð sem hér segir:

1. sæti, Ingi­björg Ólöf Isak­sen, fram­kvæmda­stjóri Lækna­stofa Akur­eyrar. Hún fékk 612 at­kvæði í 1. sæti
2. sæti, Líneik Anna Sæ­vars­dóttir, al­þingis­maður Fá­skrúðs­firði. Hún fékk 529 at­kvæði í 1.-2. sæti
3. sæti, Þórarinn Ingi Péturs­son, bóndi Grýtu­bakka­hreppi. Hann fékk 741 at­kvæði í 1.-3. sæti.
4. sæti, Helgi Héðins­son, odd­viti Skútu­staða­hrepps. Hann fékk 578 at­kvæði í 1.-4. sæti.
5. sæti, Hall­dóra Hauks­dóttir, lög­maður Akur­eyri. Hún fékk 547 at­kvæði í 1.-5. sæti.
6. sæti, Kristinn Rúnar Tryggva­son, bóndi Keldu­hverfi. Hann fékk 496 at­kvæði í 1.-6. sæti.

Aðrir sem tóku þátt í póst­kosningunni og komust ekki að voru þau Jón Björn Hákonar­son sem er ritari Fram­sóknar­flokksins og bæjar­stjóri Fjarða­byggðar, Karítas Rík­harðs­dóttir, blaða­maður Raufar­höfn, og Jónína Brynjólfs­dóttir, við­skipta­lög­fræðingur Egils­stöðum.