Ingi­björg Gréta Gísla­dóttir, ný­sköpunar­fræðingur og leik­kona gefur kost á sér í 5. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæðis­flokksins í Reykja­vík 18. og 19. mars næst­komandi.

„Ég vil vinna að betra borgar­sam­fé­lagi, snjall­væða þjónustu borgarinnar á hag­kvæman hátt, efla at­vinnu-, lista- og menningar­líf, vinna að vel­ferðar­málum og ein­falda allt reglu­verk og gjöld. Þá vil ég stuðla að hag­kvæmri í­búða­upp­byggingu svo ungt fólk komist að heiman. Síðast en ekki síst vil ég taka á rekstri borgarinnar,“ segir Ingi­björg Gréta í til­kynningu

Þá kemur fram í til­kynningunni að hún vilji leggja sitt að mörkum til að heild­ræn á­kvarðana­taka verði ofan á, setja fólk í fyrsta sæti, taka til­lit til fjöl­breyttra að­stæðna og á­herslna borgar­búa.

Hún segir að borgar­búar eigi að fá af­bragðs þjónustu yfir sitt lífs­skeið, að allir snerti­fletir íbúa við borgina verði á­reynslu­lausir og gagn­sæir. Það þýði að börn komist inn í leik­skóla þegar fæðingar­or­lofi for­eldra lýkur til þjónustu við eldri borgara sem geta nýtt þau úr­ræði sem að sjálf­sögðu eigi að vera til staðar. Að borgar­búar fari ekki bón­leið til búðar þegar óskað er eftir þjónustu.

Ingi­björg Gréta er borinn og barn­fæddur Reyk­víkingur, á tvö upp­komin börn og hund. Síðustu ár hefur hún unnið sem sjálf­stætt starfandi verk­efna­stjóri bæði fyrir sveitar­fé­lög og fyrir­tæki. Áður starfaði hún sem fram­kvæmda­stjóri, hótel­stjóri og leik­kona. Hún hefur snert flesta þjónustu­fleti borgarinnar og hlakkar til að leggja sitt að mörkum í þágu borgar­búa fái hún til þess brautar­gengi í próf­kjörinu 18. og 19. mars næst­komandi.