„Ég hef bara ekkert um það að segja,“ segir Ingi Tryggvason formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi um niðurstöðu undirbúningsnefndar um rannsókn kjörbréfa.

Ingi segist ekki ætla að tjá sig um málið neitt frekar, þegar Fréttablaðið náði tali á honum.

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur lokið störfum og skilað af sér greinargerð. Þar kemur fram að nefndin hafi gengið úr skugga um að tillögur hennar raski ekki úrslitum Alþingiskosninganna 25. september. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata stendur ekki við greinargerðina.

Hér má nálgast greinargerðina í heild sinni.