Þing­flokkur Sjálf­stæðis­flokksins mun funda á Al­þingi klukkan 14.30 á eftir. Ætla má að þar verði þing­mönnum flokksins greint frá því hver tekur við af Sig­ríði Ander­sen sem næsti dóms­mála­ráð­herra. 

Haraldur Benediktsson þingmaður staðfestir í samtali við Fréttablaðið að boðað hafi verið til fundarins.

Það kemur síðan í ljós seinni partinn í dag hver það verður sem tekur við dómsmálaráðuneytinu en ríkis­ráð fundar á Bessa­stöðum klukkan 16. 

Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæðis­flokksins, var stutt­orður þegar hann gekk út úr stjórnar­ráðinu í morgun af ríkis­stjórnar­fundi en sagðist að­­spurður ekki hafa tekið á­­kvörðun um nýjan dóms­­mála­ráð­herra.