Inger Erla Thom­sen var í gær­kvöldi kjörin for­seti Sig­ríðar - Ungra jafnaðar­manna á Suður­landi á fyrsta aðal­fundi fé­lagsins í rúman ára­tug.

Kosið var um nýtt nafn fé­lagsins og heitir fé­lagið nú Sig­ríður - Ungir jafnaðar­menn á Suður­landi. Nafnið vísar til Sig­ríðar í Bratt­holti sem er sögð vera fyrsti náttúru­verndar­sinni Ís­lands - en hún kom í veg fyrir að Gull­foss yrði virkjaður á sínum tíma.

Þau sem einnig voru kosin í stjórn Sig­ríðar eru Ást­þór Jón Ragn­heiðar­son vara­for­seti, Haf­þór Ingi Ragnars­son gjald­keri, Emil Gunn­laugs­son ritari, á­samt Sigurði Inga Magnús­syni, Eggerti Ara­syni og Maríu Skúla­dóttur með­stjórn­endum.

Í yfir­lýsingu fundarins kemur fram að Sig­ríður - UJS muni for­gangs­raða lofts­lags­málum í bar­áttu sinni fyrir bættu sam­fé­lagi og beita sér gegn auknu at­vinnu­leysi.

„Ungir jafnaðar­menn á Suður­landi munu berjast fyrir rétt­læti, vel­ferð, jöfnuði og grænni upp­byggingu með hags­muni ungs fólks og allra Sunn­lendinga að leiðar­ljósi. UJS verður vett­vangur þar sem ungt fólk getur varpað fram hug­myndum, skipst á skoðunum og barist gegn spillingu, kyn­þátta­for­dómum og hvers lags ó­rétt­læti,“ segir í yfirlýsingu fundarins.