Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir ákvörðun Karls Gauta Hjaltasonar og Ólafs Ísleifssonar að ganga til liðs við Miðflokkinn ekki koma á óvart. Greint var frá því fyrir skemmstu að þingmennirnir tveir, sem hafa verið óháðir frá því þeim var vikið úr Flokki fólksins í kjölfar Klaustursmálsins. 
„Ég er búin að vita þetta lengi og vil bara óska þeim góðs gengi. 

Sjá einnig: Ólafur og Karl Gauti til liðs við Miðflokkinn

Ég vona að þeim farnist bara vel á nýjum heimaslóðum,“ segir Inga Sæland í samtali við Fréttablaðið. „Þetta kemur ekki á óvart, þetta er nákvæmlega það sem er búið að vera í pípunum hjá þeim lengi þannig að það bara sýnir sig þarna.“ 

Var þetta í pípunum á meðan þeir voru enn í Flokki fólksins? 

„Ég náttúrulega veit ekki hvað þeir hugsuðu en tilfininnigin var sú.“
Aðspurð segir Inga ákvörðun þingmannanna ekki vera nein vonbrigði, en sem fyrr segir var þeim vikið úr Flokki fólksins undir lok síðasta árs í kjölfar þess að Klaustursupptökurnar voru gerðar opinberar. „Þetta var náttúrulega áfall þegar þetta Klausturmál kom upp og áfall að þurfa að taka þessar erfiðu ákvarðanir sem við gerðum að vel yfirlögðu ráði. Það sama með allt það, en nei þetta kemur ekki óvart og ég óska þeim alls hins besta.“

Í Klaustursupptökunum mátti meðal annars heyra þingmenn Miðflokksins, auk þeirra Ólafs og Karls Gauta ræða hugsanleg skipti Ólafs og Karls Gauta yfir í Miðflokkin. Í upptökunum mátti einnig heyra Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, kalla Ingu Sæland „fokking tryllta“ og „húrrandi klikkaða kuntu.“