Innlent

Inga: Sýnir það ekki bara þeirra trú­verðug­leika?

Inga Sæ­land segir um­mæli Ólafs Ís­leifs­sonar, um að hann og Karl Gauti hafi ekki átt frum­kvæði að fundi með Mið­flokknum, lýsa trú­verðug­leika og heiðar­leika hans. Sig­mundur Davíð hafi sagt að þeir hafi óskað eftir fundinum.

Inga Sæland sér ekki á eftir þeim Karli Gauta og Ólafi Ísleifssyni.

Sýnir það ekki bara þeirra trúverðugleika og heiðarleika?“ segir Inga Sæland í samtali við Fréttablaðið. Þar á hún við svör Ólafs Ísleifssonar sem hafnaði í kvöld fullyrðingum Ingu um að hann og Karl Gauti Hjaltason hafi átt frumkvæði að fundi þeirra með fjórum þingmönnum Miðflokksins á Klaustri bar 20. nóvember.

Sjá einnig: Segist ekki hafa átt frumkvæði að fundi með Miðflokknum

Inga segir Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, for­mann Mið­flokksins, hafa sagt for­mönnum flokka stjórnar­and­stöðunnar að Ólafur og Karl Gauti hafi óskað eftir að hitta þing­menn Mið­flokksins. For­menn stjórnar­and­stöðu­flokkanna funduðu í dag og var Sig­mundur við­staddur fundinn. 

Þá segir Inga að það komi æ betur í ljós að það eina í stöðunni hafi verið að víkja Ólafi og Karli Gauta úr flokknum en það var gert fyrir viku síðan. 

Ekki náðist í Sig­mund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Þor­gerður Katrín Gunnars­dóttir, for­maður Við­reisnar, stað­festir í sam­tali við Frétta­blaðið að fundurinn hafi átt sér stað og að um­rætt mál, um þátt­töku þeirra Ólafs og Karls Gauta, hafi borið á góma.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

Á­kvörðun um Kapla­krikaknatt­hús í hendur Guð­mundar

Innlent

Orku­mála­stjóri um Kona fer í stríð: „Fólk sem hatar raf­magn“

Innlent

Arn­þrúður: Reynir þarf að þola um­ræðuna

Auglýsing

Nýjast

Há­marks­greiðslur í fæðingar­or­lofi hækka

Póstberi kærir eftir að hundur beit hann í magann

Tveir á slysa­deild eftir bíl­slys á Suður­lands­vegi

Kona fer í stríð keppir ekki um Óskarinn

„Vilja hrein­lega henda snörunni fram af Al­þingis­húsinu“

Skandinavískir há­skóla­nemar myrtir í Marokkó

Auglýsing