Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokksmenn hafa óbeit á orðbragði sem notað er í smáskilaboðum sem Tómas A. Tómasson, þingmaður flokksins, sendi á vin sinn heitinn um unga konu sem hann svaf hjá í Taílandi.

Tómas deildi sjálfur skjáskoti af skilaboðunum á Twitter sem hafa vakið hörð viðbrögð kjósenda.

„ein dasamleg 25 ara ca 45 kg var ad yfirgefa herbergid smokklaust en byrjadi a nuddkonunni fyrr i dag kvoldid er ungt 20.21“ segir í skilaboðunum. Um­ræðu­efnið virðist vera vændis­kaup hans í Bang­kok í Taí­landi en Tómas hefur þverneitað fyrir það.

Skilaboðin hafa vakið hörð viðbrögð.
Fréttablaðið/Skjáskot

Inga segir í viðtali hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni að sú staðreynd að Tómas hafi „sængað hjá konu í Taílandi“ fyrir átta árum komi hvorki henni né öðrum við. Flokkurinn standi þétt á bak við Tómas.

„Ég kæri mig ekki um að hafa alla þjóðina inni á rúmstokk hjá mér að segja mér hverjum ég megi sænga með eða ekki. Þetta er eiginlega bara galið,“ sagði Inga Sæland.

Engir eftirmálar verða af hálfu þingflokksins að sögn Ingu.