Inga Sæland, formaður Flokks Fólksins skorar á Jón Hjaltason og Brynjólf Ingvarsson, fyrrum meðlimi flokksins að segja af embættum sínum í kjölfar úrsagnar þeirra úr flokki Fólksins. Þeir hafa báðir gefið út að þeir ætli að sitja sem fastast í bæjarstjórn og nefndum Akureyrarbæjar þrátt fyrir úrsögn þeirra úr flokknum. Þetta sagði Jón Hjaltason í samtali við RÚV.

Ummæli Ingi komu fram í vikulokunum á Rás 1 en Brynjólfur Ingvars­son, fyrrverandi odd­viti Flokks fólksins á Akur­eyri, og Jón Hjalta­son, sem skipaði 3. sætið á lista flokksins, í síðustu kosningum hafa sagt sig úr Flokki fólksins. Þá er búið að reka Hjör­leif Hall­gríms, vara­bæjar­full­trúa, úr flokknum.

„Það var Flokkur Fólksins sem bauð þarna fram og það er í okkar umboði sem þeir ætla að sitja þarna áfram,“ sagði Inga Sæland.

Það voru þrjár konur úr flokknum fyrir norðan, Mál­fríður Þórðar­dóttir, Tinna Guð­munds­dóttir og Hannesína Scheving, báru þá Jón og Brynjólf þungum sökum í yfir­lýsingu sem þær sendu frá sér fyrr í þessum mánuði.

Um það hvort afsagnir þeirra hafi verið sjálfviljugar segir Inga Sæland svo vera „Að sjálfssögðu gerðu þeir þetta sjálfviljugir. Við höfum ekki skipt okkur af þessu framboði og fólkinu á Akureyri fyrr en hrópað var á hjálp,“ sagði Inga Sæland um afsagnirnar.

Þegar Inga var spurð um það hvort stjórn Flokks Fólksins myndi biðja þremenningana afsökunar vegna framferðis síns í málinu þverneitaði hún fyrir það:

„Að sjálfssögðu ætlum við ekki að biðjast afsökunar, ég vísa því til föðurhúsanna. Rétt eftir kosningarnar byrjar algjört ofríki. Þeir völdu í skipulagsráð fyrir hönd flokks fólksins. Að setja okkur sem áheyrnarfulltrúa í velferðaráð er nóg til þess að pirra mig,“ sagði Inga sem kennir ákveðnu reynsluleysi um það að mál hafi þróast með þessum hætti og því að stjórnin hafi ekki stigið inn strax. „Við vorum búin að fara fjórar ferðir norður til þess að reyna að lægja öldurnar. Við höfum alltaf sýnt einbeittan vilja til þess að hlutirnir gangi vel.