Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sagði af sér sem þriðji varaforseti Alþingis. Þetta tilkynnti Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, við upphaf þingfundar í morgun.

Tilkynning barst þinginu bréfleiðis og er það dagsett í dag.

Forsætisnefnd, þar sem þingforseti og varaforsetar sitja, var kjörin í gær. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti varaforseti og Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, er annar varaforseti. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er fjórði varaforseti.