Inga Sæ­land, for­maður Flokks fólksins, hefur verið í veikinda­leyfi frá störfum sínum á Al­þingi undan­farna daga. Inga segir í færslu á Face­book-síðu sinni að hún hafi fengið margar fyrir­spurnir um það af hverju hún sjáist ekki í þinginu þessa dagana.

„Ég hef verið að glíma við smá las­leika sem ekki þarf að mikla neitt fyrir sér en þó svo að ég þarf að taka á þessu og reyna mitt til að ná fullri orku á ný, ekki veitir af í bar­áttunni okkar. Að sjálf­sögðu mun ég koma þrí­efld til baka. Ástar­kveðjur til ykkar allra og haldið á­fram að sakna mín,“ segir hún.

Helga Þórðar­dóttir tók sæti sem vara­þing­maður fyrir Ingu þann 22. mars síðast­liðinn.