Mikil átök hafa skapast eftir að Jón Hjaltason, sagnfræðingur á Akureyri, birti skoðanagrein í Fréttablaðinu í gær um Flokk fólksins.

Jón skrifar að meint kynferðislegt ofbeldi gagnvart konum í flokknum á Akureyri hafi ekki komið til tals fyrr en í byrjun september, löngu síðar en meint tilvik hafi átt sér stað. Hinn 14. ágúst síðastliðinn hafi Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi, stjórnað vel heppnaðri skemmtun flokksins í Lystigarðinum. Inga Sæland mætt norður og tekið lagið, allir verið glaðir.

„Hún skrafar nokkra stund við undirritaðan og enn lengur við Hjörleif nokkurn Hallgríms,“ segir Jón og vísar þar til kosningastjórans sem Inga sem formaður flokksins hefur vikið úr Flokki fólksins á grunni ásakana og ummæla hans um konurnar sem „svikakvendi“.

„Enginn minnist á kynferðislega áreitni né heldur svæsið einelti,“ skrifar Jón, eitthvað hafi gerst þriðjudaginn 6. september.

Inga Sæland segir þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Halldór níði af sér skóinn.

„Inga Sæland talar við mig í síma og úthúðar Brynjólfi Ingvarssyni [bæjarfulltrúa og oddvita flokksins á Akureyri]. Fyrir honum vaki það eitt að sundra og grafa undan flokknum, hann sé „andsetinn af Halldóri í Holti“ – hennar orð – en þeir tveir hafi bruggað henni launráð um nokkurt skeið,“ skrifar Jón.

Fréttablaðið ræddi við séra Halldór Gunnarsson í Holti vegna skrifa Jóns. Halldór segir að í bók sem sé að koma út eftir hann verði rakin átakasagan við Ingu. Spurður hvort kalt sé milli þeirra, svarar Halldór:

„Ég lít á Ingu sem veika konu og ekki annað hægt er að vorkenna henni. Staða hennar er afskaplega gagnrýniverð. Hún notar flokkinn í eigin þágu og fjölskyldunnar.“

Inga segir þetta sé ekki í fyrsta skipti sem Halldór níði af sér skóinn. Sú saga hafi byrjað eftir Klausturshneykslið þegar hún vék Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni úr flokknum.„Þú getur rétt ímyndað þér hvernig manni varð við þegar oddvitinn á Akureyri sendir neyðarkall á Halldór í Holti,“ segir Inga.

Hún telur ummæli Halldórs, að hún sé veik og misnoti aðstöðu sína, mjög alvarlega og segist áskilja sér fullan rétt til að bregðast við með höfðun meiðyrðamáls.

„Það er hefnigirni sem skýrir þetta, hefnigirni, full af heilögum anda,“ segir Inga. Spurð hvort hún noti flokkinn í eigin þágu og fjölskyldu, segir Inga það rakalausan þvætting og viðbjóð að halda slíku fram. „Við erum með 10-12 starfsmenn og ég kannast við tvo þeirra.