Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, greindi frá því á upp­lýsinga­fundi Al­manna­varna í dag að Ind­verska af­brigði Co­vid-19 veirunnar hefði greinst hér á landi.

„Flest veiru­af­brigði sem greinst hafa á landa­mærunum undan­farið eru af breska af­brigðinu en einnig hafa tveir greinst með ind­verska af­brigði veirunnar,“ sagði Þór­ólfur.

Báðir ein­staklingarnir dvelja nú í sótt­varnar­húsi. „Þetta er ekki ó­við­búið í ljósi stöðu far­aldursins er­lendis,“ út­skýrir Þór­ólfur. Ind­verska af­brigðið sé í mikilli út­breiðslu í heiminum um þessar mundir.

Slapp í gegn

Þrír greindust með Co­vid-19 síðast­liðinn sólar­hring, þar af einn utan sótt­kvíar. „Sá sem var utan sótt­kvíar tengist ekki fyrri sýkingum og var reyndar kominn ný­kominn til landsins.“

Sá hafi sloppið í gegnum kerfið á landa­mærunum segir Þór­ólfur og í­trekar að málið verði skoðað frekar á næstu dögum.

„Við höfum tekið ansi mörg sýni undan­farna daga og er það bara af hinu góða síðast­liðna viku greindust tuttugu og sex innan­lands og þar af voru sjö utan sótt­kvíar.“

Smitum á landa­mærunum hefur einnig fækkað undan­farið og telur Þór­ólfur skýringu þess vera að­gerðirnar sem gripið var til í síðustu viku. „Það hefur dregið úr komu þeirra sem lík­legastir voru að bera með sér smit.“

Upp­fært 11:23 Þór­ólf­ur seg­ir að ind­versk­a af­brigð­ið skipt­ist í þrjú und­ir­af­brigð­i sem séu far­in að grein­ast í fleir­i lönd­um Evróp­u og Skand­in­av­í­u. Hann seg­ir eðl­i­legt að þau fari að grein­ast hér á land­i en von­ast eft­ir því að lít­ið verð­i um að það kom­ist inn fyr­ir land­a­mær­in og smit fari að grein­ast hér­lend­is. Þór­ólf­ur seg­ir það liggj­a fyr­ir að ind­versk­a af­brigð­ið sé meir­a smit­and­i en önn­ur en að öðru leyt­i sé lít­ið vit­að um það og ekki ligg­i fyr­ir hvort það sé ó­næm­ar­a fyr­ir ból­u­setn­ing­u en önn­ur af­brigð­i COVID-19.