Alls eru 86 sveitar­fé­lög í Bret­landi með fimm eða fleiri smit tengd ind­verska af­brigði kórónu­veirunnar, sam­kvæmt Matt Hancock heil­brigðis­ráð­herra Bret­lands.

„Þetta snýst ekki bara um Bol­ton og Black­burn,“ sagði Hancock í ræðu á breska þinginu í dag en smitum hefur fjölgað ört í Bol­ton og Black­burn á síðustu dögum.

Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands kynnti í síðustu viku skref til af­léttingar sótt­varna­að­gerða en bólu­setningar ganga vel í Bret­landi um þessar mundir.

Skrif­stofu for­sætis­ráð­herra birti hins vegar yfir­lýsingu þar sem tekið er að fram að ind­verska af­brigiðið gæti haft á­hrif á það hvort það verði mögu­legt að af­létta öllum sótt­varna­að­gerðir 21. júní eins og stendur til.

Matt Hancock heilbrigðisráðherra Bretlands á blaðamannafundi í gær.
Ljósmynd/AFP

Sam­kvæmt heil­brigðis­ráð­herra Bret­lands eru nú 2,323 stað­fest tilfelli af ind­verska af­brigðinu í Bretlandi. Mun þetta vera 77% aukning á síðustu fimm dögum.

Þór­ólfur Guðna­­son, sótt­varna­læknir, greindi frá því á upp­­­lýsinga­fundi al­manna­varna í síðustu viku að ind­verska af­brigði Co­vid-19 veirunnar hefði greinst hér á landi.

Þór­ólf­ur seg­ir það liggj­a fyr­ir að ind­ver­sk­a af­brigð­ið sé meir­a smit­and­i en önn­ur en að öðru leyt­i sé lít­ið vit­að um það og ekki ligg­i fyr­ir hvort það sé ó­­­næm­ar­a fyr­ir ból­u­­setn­ing­u en önn­ur af­brigð­i CO­VID-19.