Kín­verskir og ind­verskir her­menn hafa enn á ný skotið skotum sín á milli í Sikkim héraðinu milli Bútan og Nepal, þar sem löndin tvö gera til­kall til stórra land­skika. BBC greinir frá.

Hefur miðillinn eftir tals­manni indverska hersins að at­vikið sem átti sér stað í gær hafi verið „minni­háttar“ og hafi þegar verið leyst. Spennan á milli ríkjanna hefur verið mikil á landa­mærunum sem þau hafa aldrei náð að koma sér saman um.

Í hið minnsta tuttugu ind­verskir her­menn létu lífið í á­tökum ríkjanna á sömu landa­mærum í júní síðast­liðnum. Um er að ræða 3440 kíló­metra landa­mæri þar sem lands­lagið er hulið fjall­görðum, ám, stöðu­vötnum og ís­jökum.

Lands­lagið gerir landa­mæra­stöðu á svæðinu mjög flókna, að því er segir í um­fjöllun breska miðilsins. Ríkin tvö hafa undan­farið átt í við­ræðum vegna land­mæranna, en löndin eiga í miklum við­skiptum sín á milli og hafa því miklu að tapa aukist fjand­skapurinn þeirra á milli. Eina form­lega stríðið á milli landanna var háð árið 1962 og þá urðu Ind­verjar að lýsa yfir ó­sigri.