Ekkert lát er á vext­i COVID-19 far­ald­urs­ins í Ind­land­i og er á­lag­ið á heil­brigð­is­kerf­i lands­ins gríð­ar­legt. Marg­ir Ind­verj­ar hafa brugð­ið á það ráð að leit­a á náð­ir svart­a­mark­aðs­bra­skar­a til verð­a sér úti um lífs­nauð­syn­leg lyf fyr­ir veik­a ást­vin­i. Auk þess hafa marg­ir orð­ið sér út um efni sem eng­in vís­ind­a­leg rök eru fyr­ir að gagn­ist við COVID-19 smit­i.

Þrátt fyr­ir að Ind­land sé leið­and­i í fram­leiðsl­u lyfj­a á heims­vís­u er neyð­in orð­in það mik­il að fólk gríp­ur til ör­þrif­a­ráð­a. Eftir­spurn­in eft­ir ýms­um lyfj­um er orð­in það mik­il að svart­a­mark­aðs­brask­ar krefj­ast fyr­ir­fram­greiðsl­u fyr­ir lyf. Stjórn­völd eru byrj­uð að taka á slík­um við­skipt­um og hand­tak­a þá sem hamstr­a súr­efn­i og lyf.

Á flest­­um spít­­öl­­um og ap­­ó­­tek­­um eru lyf af skorn­­um skammt­­i. Í dag greind­­ust 357 þús­­und ný smit og er tala smit­­a þar kom­­in í 20 millj­­ón­­ir. Ein­­ung­­is hafa fleir­­i smit greinst í Band­­a­­ríkj­­un­­um. Þá er ótt­­ast að fjöld­­i smit­­a sé mun hærr­­i og að op­­in­b­er­­ar töl­­ur segi ekki all­­an sann­­leik­­ann. Fjöld­­i lát­­inn­­a er meir­­a en 222 þús­­und. Lík eru brennd all­­an sól­­ar­hr­ing­­inn í mörg­­um stærr­­i borg­­um en það ann­­ar samt ekki á­l­ag­­in­­u.

Kon­ur syrgj­a ást­vin­i sína er lík þeirr­a eru brennd í Nýju Delí.
Fréttablaðið/EPA

Lyf eins og remd­es­i­vir og ým­iss ster­a­lyf, sem not­uð eru til að með­höndl­a smit­að­a á sjúkr­a­hús­um, eru upp­ur­in víða og dæmi eru um að fólk kaup­i þau á hundr­uð þús­und­a krón­a á svört­um mark­að­i. Erfitt er að veit­a súr­efn­is­með­ferð, sem er helst­a leið­in til að með­höndl­a þá sem eru með COVID-19, vegn­a þess að súr­efn­i er víða af skorn­um skammt­i.

Ein­hverj­ir hafa grip­ið á það ráð að nota lyf­ið hydr­ox­ychl­or­oq­u­in­e, sem er not­að gegn ýms­um hit­a­belt­is­sjúk­dóm­um, vegn­a COVID-19 smit­a. Al­þjóð­a­heil­brigð­is­stofn­un­in hef­ur lýst því yfir að ekki skul­i nota það við þess­ar að­stæð­ur.