Ind­versk stjórn­völd full­yrð­a að þau hafi ver­ið fyrst til að ból­u­setj­a 100 millj­ón manns gegn COVID-19, á ein­ung­is 85 dög­um. Band­a­ríkj­un­um tókst hið sama á 89 dög­um og Kína á 102 dög­um.

Alls búa um 1,3 millj­arð­ar í Ind­land­i sam­kvæmt töl­um frá 2019 og er það ann­að fjöl­menn­ast­a ríki heims á eft­ir Kína.

Þó er út­lit fyr­ir að nokk­uð hægi á ból­u­setn­ing­ar­her­ferð­inn­i í Ind­land­i á næst­unn­i en hún hófst 16. jan­ú­ar. Nokk­ur fylk­i hafa greint frá því að ból­u­efn­a­skorts sé far­ið að gæta en ind­versk yf­ir­völd full­yrð­a engu að síð­ur að þau eigi 40 millj­ón­ir skammt­a í geymsl­u og „á­sak­an­ir“ um skort væri „úr laus­u loft­i gripn­ar“.

Fréttablaðið/EPA

Mark­mið­ið er að ból­u­setj­a 250 millj­ón­ir fram í júlí en sér­fræð­ing­ar telj­a að gefa þurf­i í til að ná því mark­i. Gefa þurf­i tíu millj­ón­ir skammt­a á dag í stað þeirr­a þriggj­a sem eru gefn­ir nú á degi hverj­um til að ind­versk­um stjórn­völd­um tak­ist að ná að ból­u­setj­a 250 millj­ón­ir í júlí.


Allir 45 ára og eldri eiga rétt á ból­u­setn­ing­u

Allir sem eru 45 ára eða eldri eiga nú rétt á ból­u­setn­ing­u en flest­ir skammt­arn­ir hafa far­ið til fram­lín­u­starfs­fólks í heil­brigð­is­geir­an­um og þeirr­a sem eru eldri en 60 ára.

Til sam­an­burð­ar má nefn­a að 27.081 er full­ból­u­sett­ur hér á land­i sam­kvæmt nýj­ust­u töl­um af co­vid.is.

Far­ald­ur­inn er engu að síð­ur í sókn í Ind­land­i og í gær greind­ust meir­a en 150 þús­und COVID-19 smit í Ind­land­i og meir­a en 800 lét­ust. Aldrei hafa fleir­i smit­ast þar á ein­um degi. Frá því far­ald­ur­inn hófst hafa 12 millj­ón­ir Ind­verj­a smit­ast og meir­a en 167 þús­und lát­ist. Ein­ung­is hafa greinst fleir­i smit í Band­a­ríkj­un­um og Bras­il­í­u.

Lyfj­a­eft­ir­lit Ind­lands hef­ur heim­il­að notk­un tveggj­a ból­u­efn­a, AstaZ­en­e­ca og ind­versk­a ból­u­efn­is­ins Co­vax­in, sem þró­að var af Bhar­at Bi­ot­ech. Nokk­ur önn­ur ból­u­efn­i eru til skoð­un­ar og er sú vinn­a mis­langt kom­in.