Indversk lestaryfirvöld eru þessa dagana að breyta lestarvögnum í einangrunarstöðvar til að undirbúa sig undir faraldurinn sem fylgir kórónaveirunni.

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, bað íbúa landsins um að reyna eftir bestu getu að halda sig innandyra næstu þrjár vikurnar á meðan útgöngubann stendur yfir.

Hluti af aðgerðum stjórnvalda var að stöðva lestarkerfi Indlands sem á afar stóran þátt í daglegu lífi Indlands.

Til þess að nýta vagnana var ákveðið að breyta vagni í von um að þeir væru nothæfir sem einangrunarstöðvar. Ef heilbrigðisyfirvöld í Indlandi samþykkja aðstöðuna stendur til að breyta tíu lestarvögnum á viku.

Alls hafa 918 manns greinst með COVID-19 í Indlandi og nítján látið lífið.