Stefán Guð­munds­son, fram­kvæmda­stjóri um­fangs­mikla hvala­skoðunar­fyrir­tækisins Gent­le Giants á Húsa­vík, vandar sveitar­stjóra sínum, Kristjáni Þór Magnús­syni, ekki kveðjurnar í færslum á Face­book. Gerir hann veru­legar at­huga­semdir við starfs­hætti Kristjáns.

Stefán deilir frétt Mann­lífs þar sem Reynir Trausta­son, rit­stjóri, kvað Kristján um­deildan á Húsa­vík. Hann hafi áður þótt lík­legur arf­taki nafna síns Kristjáns Þórs Júlíus­sonar sem odd­viti Sjálf­stæðis­flokksins í Norð­austur­kjör­dæmi, en nú sé öldin önnur.

„Glórulaus frá A-Ö“

Stefán hefur fyrri færslu sinni af tveimur um Kristján á þessum orðum: „Um­deildur....ég myndi segja glóru­laus frá A-Ö. Allt stjórn­laust undir hans for­ystu og allt í steik. Vinir og kunningjar ráðnir á jötuna...jafn­vel án aug­lýsinga. "Vonar­stjarna" er fundið upp af fé­laga hans.“

Hann sakar Kristján um slæma starfs­hætti og ó­heiðar­leika: At­hyglis­þurfi langt fram úr hófi og á­huga­laus í sam­fé­laginu...nema fyrir sjálfan sig. Svífst einskis fyrir eigin falskan og í­myndaðan frama. Beitir sér ó­spart í sam­keppni frænda sinna og sam­starfs­fé­laga gegn keppi­nautum - van­hæfur með öllu. Óheiðar­legur. Farið hefur fé betra !!“ segir Stefán.

Færsla Stefáns vakti mis­jöfn við­bröð Face­book-vina hans og sveitunga. Kristján hefur verið í veikinda­leyfi undan­farið og þykir sumum Stefán vega ó­mak­lega að sveitar­stjóranum með færslu sinni á þessum tíma­punkti.

Gagnrýnir veikindaleyfi starfsmanna

Stefán sá þó ekkert at­huga­vert við tíma­setningu færslunnar og birti aðra af sama meiði, strax daginn eftir.

„Aðeins meira um skoðun mína á bæjar­stjóranum frá í gær­kvöldi. Dagurinn í kjöl­farið hefur um margt verið á­huga­verður. Lygi­legur fjöldi skilaboða með undir­tektum og frekari upp­lýsingum. Svo eru nokkur skilaboð frá mann­vits­brekkum sem bera sig aum­lega....yfir minni skoðun á minni síðu og þá helst tíma­setningunni,“ segir Stefán.

Hann segir tíma­setningu færslu sinnar hafa verið til­viljun. Þá þykir honum full­trúar sveitar­fé­lagsins hafa farið grun­sam­lega oft í veikinda­leyfi vegna kulnunar í starfi.

„Hafði ekki minnstu hug­mynd um hvernig þetta gat mögu­lega verið röng tíma­setning […] Enda býsna fjöl­breytt að því er virðist á hvaða for­sendum starfs­menn stjórn­lauss stjórn­sýslu­hússins fara í svo­kallað veikinda­leyfi undan­farnar vikur á fullum launum eftir því sem mér skilst best og mánuðum saman...og gjarnan tengt svo­kallaðri "kulnun" í starfi. En eru um leið hoppandi og skoppandi út um allar koppa­grundir á okkar kostnað,“ segir Stefán enn fremur.

Hann segir suma ekki geta „skilið á milli pólitíkur og einka­mála.“ Skoðun Stefáns á Kristjáni muni ekki breytast þrátt fyrir erfið­leika í einka­lífinu: „En ef hann á um sárt að binda í sínu einka­lífi og veikinda­leyfi - þá óska ég honum alls hins besta og góðs bata. Dreg þar skýra línu !!“ segir Stefán og setur punkt við færsluna.