Sin­­u­br­un­­i braust út í Heið­­mörk, sunn­­an við Víf­­ils­­stað­­a­­vatn, um klukkan korter yfir þrjú. Slökkv­­i­l­ið höf­­uð­­borg­­ar­­svæð­­is­­ins send­­i dæl­­u­b­íl og tank­b­íl á vett­v­ang en sam­­kvæmt upp­­­lýs­­ing­­um frá slökkv­­i­l­ið­­in­­u geng­­ur illa að ráða nið­­ur­l­ög­­um brun­­ans, sem er fjarr­­i vegi og heftir það slökkv­­i­­starf.

Óskað var að­­stoð­­ar þyrl­­u Land­h­elg­­is­­gæsl­­unn­­ar en hún er búin bún­­að­­i til að varp­­a vatn­­i á eld­­inn úr loft­­i. Þett­­a er í ann­­að sinn á þrem­­ur dög­­um sem að­­stoð­­ar henn­­ar er ó­sk­að við að ráða nið­­ur­l­ög­­um sin­­u­br­un­­a í Heið­­mörk.

Slökkv­i­lið­ið hef­ur á­kveð­ið að send­a meir­i mann­skap til að sinn­a slökkv­i­starf­i þar sem brun­inn virð­ist stærr­i en tal­ið var í upp­haf­i.

Reykur frá brunanum sést vel víða af höfuðborgarsvæðinu.

Upp­fært 16:58: Ás­geir Er­lends­son upp­lýs­ing­a­full­trú­i Land­helg­is­gæsl­unn­ar seg­ir að þyrl­a Gæsl­un­ar fari á stað­inn með svo­kall­að slökkv­iskj­ól­u sem tek­ur 1660 lítr­a af vatn. Þyrl­an sæk­ir vatn í Elliðavatn og slepp­ir yfir sin­u­brun­an.

Reyk­ur­inn sést vel úr vef­mynd­a­vél Veð­ur­stof­unn­ar.
Skjáskot/Veðurstofan
Mynd/Aðsend