Illa gengur að fella vind­­myllu í Þykkva­bæ sem eyði­lagðist í bruna á ný­árs­­dag. Gerðar hafa verið þrjár til­­raunir til að fella hana með sprengi­efni, án árangurs. Nú stendur yfir undir­­búningur fyrir fjórðu til­­raunina af hálfu sprengju­sveitar Land­helgis­­gæslunnar og sér lög­reglan um öryggis­­gæslu á svæðinu.

Um er að ræða stærðarinnar vind­myllu en hún er 60 metrar að hæð og tugir tonna að þyngd.

Vind­myllan var í eigu Bio­kraft, sem fór á hausinn árið 2019, og var gang­sett árið 2014 í Þykkva­bæ. Þangað var hún flutt frá Þýska­landi. Önnur vind­mylla var einnig sett upp en hún brann í elds­voða árið 2017 og ekki verið not­hæf síðan.

Fyrir­tækið Há­blær á nú vind­myllurnar og segir Ás­geir Margeirs­son, stjórnar­for­maður Há­blæs, í sam­tali við Vísi að fella þurfi mylluna til að tryggja að ekki verið slys af henni.

Uppfært kl. 18:00

Fjórða tilraunin til að fella vindmylluna tókst ekki. Nú er verið að undirbúa þá fimmtu.