Dóm­stóll í Frakk­land­i hef­ur dæmt IKEA til að greið­a eina millj­ón evra, um 146 millj­ón­ir krón­a, í sekt eft­ir að upp komst að sænsk­i versl­un­ar­ris­inn var að njósn­a um starfs­fólk þar í land­i.

Fyrr­ver­and­i for­stjór­i IKEA í Frakk­land­i, Jean-Lo­u­is Ba­ill­ot, var dæmd­ur til að greið­a 50 þús­und evra sekt og hlaut auk þess tveggj­a ára skil­orðs­bund­inn dóm. Fyrr­ver­and­i yf­ir­mað­ur á­hætt­u­sviðs IKEA í Frakk­land­i, Jean-François Par­is, hlaut eins og hálfs árs skil­orðs­bund­inn dóm og þarf að greið­a 10 þús­und evra sekt.

Alls voru 15 á­kærð­ir fyr­ir hlut­deild að njósn­um, þar á með­al fjór­ir lög­regl­u­menn. Njósn­irn­ar fóru fram árin 2009 til 2012 og versl­un­ar­stjór­ar not­uð­u flók­ið eft­ir­lits­kerf­i til að meta um­sækj­end­ur um störf hjá fyr­ir­tæk­in­u og fylgj­ast með starfs­fólk­i. Til að mynd­a voru bank­a­reikn­ing­ar starfs­fólks skoð­að­ir.

Í dómn­um seg­ir að fyr­ir­tæk­ið hafi leit­að til eink­a­spæj­ar­a og lög­regl­u­mann­a til að fá gögn um starfs­fólk og að­gang að upp­lýs­ing­um um sak­a­fer­il þess. Kostn­að­ur IKEA við eft­ir­lit­ið var eitt árið um 600 þús­und evr­ur.

IKEA lof­ar bót og betr­un

Sam­kvæmt AFP vild­i Par­is í eitt skipt­i fá vita hvern­ig á því stæð­i að starfs­mað­ur IKEA hefð­i efni á nýj­um BMW blæj­u­bíl og hvers vegn­a starfs­mað­ur í Bor­de­aux væri „allt í einu orð­inn mót­mæl­and­i.“

Verj­and­i Ba­ill­ot sagð­i að skjól­stæð­ing­ur sinn væri „í sjokk­i“ yfir nið­ur­stöð­unn­i og í­hug­að­i að á­frýj­a dómn­um. Sak­sókn­ar­ar kröfð­ust þess að fyr­ir­tæk­ið yrði sekt­að um tvær millj­ón­ir evra og að Ba­ill­ot feng­i eins árs fang­els­is­dóm, auk tveggj­a ára skil­orðs.

Eign­ar­halds­fé­lag­ið Ingka, sem á og rek­ur flest­ar versl­an­ir IKEA um heim all­an, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ing­u vegn­a máls­ins þar sem beð­ist er af­sök­un­ar á mál­in­u og hegð­un yf­ir­mann­a IKEA í Frakk­land­i er for­dæmd. Fé­lag­ið hef­ur auk þess hrint af stað að­gerð­a­á­ætl­un til að fyr­ir­byggj­a að svon­a lag­að geti end­ur­tek­ið sig.