IKEA innkallar espressókönnur með öryggisventil úr ryðfríu stáli vegna slysahættu af völdum yfirþrýstings.

Í tilkynningu frá IKEA eru viðskiptavinir sem eiga METALLISK espressókönnur fyrir helluborð með öryggisventil úr ryðfríu stáli með framleiðsludagsetningar frá 2040 til 2204 (áávv) hvattir til að taka könnuna úr notkun og skila henni í IKEA þar sem hún verður að fullu endurgreidd.

Hætta sé á yfirþrýsting sem hafi komið upp eftir breytingar á efni og gerð öryggisventilsins og því eru það aðeins könnur með öryggisventil úr ryðfríu stáli í silfurlit eða gráum sem eru innkallaðar.

Þá segir jafnframt að kvittun sé ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu.

Nánari upplýsingar veitir þjónustuver IKEA í síma 520-2500 og á vef þeirra.

IKEA biðst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.