„Ég er að í­huga al­var­lega að bjóða mig fram til formanns, en ég vil fyrst heyra í mínum fé­lögum í flokknum og kanna hvort fólk vilji koma með í þetta stóra verk­efni. Ef ég læt slag standa þá geri ég þetta ekki ein. Ég ætla að taka loka­á­kvörðun í sumar og reikna með að upp­lýsa um hana eftir verslunar­manna­helgi,“ segir Krist­rún Frosta­dóttir, þing­maður Sam­fylkingarinnar.

Tvö nöfn hafa einkum verið nefnd um mögu­lega arf­taka Loga Einars­sonar. Hefur við­bragða Krist­rúnar og Dags B. Eggerts­sonar verið beðið.

„For­manns­kosning snýst um mál­efni og á­herslur fremur en ein­stakar per­sónur en ég hef fylgst með um­ræðunni og þykir vænt um að horft sé til mín,“ segir Krist­rún.

Spurð hvort einu gildi hvaða á­kvörðun Dagur B. Eggerts­son muni taka um fram­boð, af eða á, segir Krist­rún að á­kvörðun hennar snúist fyrst og fremst um hvort hún upp­lifi sam­stöðu meðal flokks­fé­laga um þær hug­myndir sem hún hafi um að styrkja sam­fé­lagið.

„Við Dagur erum góðir vinir og vinnum vel saman. Hann mun taka sína á­kvörðun út frá eigin brjósti.“

Sam­fylkingin fékk mest 20 þing­menn og var áður rætt um Sjálf­stæðis­flokkinn og Sam­fylkinguna sem turnana tvo. Í síðustu þing­kosningum fékk flokkurinn undir 10 prósenta fylgi og sex þing­menn.

Krist­rún segir enga spurningu að mark­mið flokksins sé að bæta við styrk sinn.

„Það eru miklir mögu­leikar til staðar fyrir flokkinn, annars væri ég ekki að í­huga þetta verk­efni.“