Suður-Kórea Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, íhugar þessa dagana að banna neyslu á hundakjöti í landinu en talsmaður forsetaembættisins staðfesti þetta í samtali við þarlenda fjölmiðla.

Áætlað er að Suður-Kóreubúnar neyti um milljón hunda árlega en þeim hefur farið fækkandi sem kjósa að borða hundakjöt þar í landi undanfarin ár.

Að sögn talsmanns forsetans tók Moon Jae-in málið upp á fundi með forsætisráðherra Suður-Kóreu, Kim Boo-kyum, á fundi í gær en sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru farnir að halda hunda á heimilum sínum, meðal annars forsetinn sjálfur