For­maður Þjóð­há­tíðar­nefndar segir það koma til greina að seinka Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyjum um nokkra daga eða vikur í ljós herta sam­komu­tak­markana.

„Þetta náttúr­lega þýðir það að það verður erfitt fyrir okkur að halda Þjóð­há­tíð hérna um næstu helgi,“ sagði Hörður Orri Grettis­son, for­maður Þjóð­há­tíðar­nefndar, í sam­tali við frétta­stofu RÚV.

Ríkis­stjórnin til­kynnti um ýmsar sam­komu­tak­markanir í kvöld, til að mynda tvö hundruð manna há­mark á sam­komur og styttan opnunar­tíma veitinga- og skemmti­staða. Breytingarnar taka gildi á mið­nætti á morgun og ljóst er að þetta mun setja há­tíða­hald um verslunar­manna­helgina úr skorðum.

For­maður Þjóð­há­tíðar­nefndar var ó­myrkur í máli í kjöl­far fundarins.

„Eftir þennan mara­þon­fund þá var maður nú að vonast eftir að það kæmi eitt­hvað annað upp úr hattinum en boð og bönn. Menn væru búnir að skoða hlutina eitt­hvað nánar til dæmis eins og að hleypa fólki inn á stærri við­burði með nei­kvæðum CO­VID test eða eitt­hvað slíkt. En það er bara á­fram verið í sama farinu, boð og bönn, sem er ekki gott,“ sagði Hörður Orri.

Að­spurður um hvort það kæmi til greina að fresta há­tíðinni sagði Hörður:

„Já, já, ég meina þú sérð það hérna allt í kringum okkur er há­tíðar­svæðið komið upp, við erum búin að fá allan búnað hingað, auð­vitað þurfum við að tala við fólk og hvort þetta sé fram­kvæman­legt. En það er alveg klár­lega einn mögu­leikinn.“