Eftir mann­drápið í Rauða­gerði um mið­nætur­bil á laugar­daginn, þar sem albanskur karl­maður var skotinn fyrir utan heimili sitt, hefur skapast um­ræða um hvort þörf sé á auknum vopna­burði lög­reglu sem og að lög­reglu­þjónar fái frekari þjálfun í notkun skot­vopna.

Ég er sem lög­reglu­maður frekar í­halds­samur í svona málum

„Ég er sem lög­reglu­maður frekar í­halds­samur í svona málum,“ segir Fjölnir Sæ­munds­son, starfandi varð­stjóri á Suður­landi og til­vonandi for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna Hann tekur við for­mennsku í sam­bandinu í lok apríl. Fjölnir segir að al­mennir lög­reglu­menn séu þjálfaðir í vopna­burði, innan lög­reglunnar séu starf­ræktir þjálfunar­flokkar og lög­reglu­menn séu í stöðugri þjálfun hvað notkun skot­vopna varðar. Hann getur þó ekki tjáð sig um af­stöðu Lands­sam­bands lög­reglu­manna þar sem hann hafi ekki tekið við for­mennsku sam­bandsins.

Snorri Magnús­son for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna segir í það minnsta tví­gang hafi verið á­lyktað á þingi sam­bandsins sínum að lög­regla eigi að fá að­gang að raf­byssum, svo­kölluðum tasers. „Við höfum ekki talaði fyrir al­mennri vopna­væðingu lög­reglu, alls ekki,“ segir Snorri.

Við höfum ekki talaði fyrir al­mennri vopna­væðingu lög­reglu

Aukin harka í undir­heimum á Ís­landi veldur vissu­lega á­hyggjum segir Snorri en sam­kvæmt heimildum Frétta­blaðsins tengist mann­drápið í Rauða­gerði skipu­lögðum glæpa­hópum hér á landi. Hann segir þessa auknu hörku ekki eiga að koma neinum á ó­vart. Í­trekað hafi komið fram í skýrslum greiningar­deildum lög­reglu að skipu­lögð glæpa­starf­semi hafi farið vaxandi hér á landi og skýrslurnar sýni svart á hvítu þá þróun sem hér er að eiga sér stað.

Snorri Magnús­son, frá­farandi for­maður Lands­sam­bands lög­reglu­manna.
Fréttablaðið/Vilhelm

Könnun sem gerð var meðal lög­­reglu­manna árið 2012 löggu hafi stað­­fest að meiri­hluti lög­­reglu­manna að vilji hafa að­­gang að raf­­byssum við skyldu­­störf en meiri­hluti ekki verið fyrir al­­mennum að­­gangi að skot­vopnum. Snorri segir sér­­stakar vopna­­kistur megi finna í á­­kveðnum lög­­reglu­­mönnum.

Taser rafbyssa.
Mynd/Wikipedia

Snorri segir ekkert milli­stigi á milli vera í búnaði lög­reglu­manna á milli kylfu, pipar­úða og skot­vopna, raf­byssan yrði slíkt milli­stig. Hann segir lög­reglu hefja skot­vopna­þjálfun hefjast í starfs­námi lög­reglu, svo­kallaðri mennta og starfs­þróun. Við Há­skólann á Akur­eyri, sem lög­reglu­skólinn til­heyrir fari ekki fram nein þjálfun með skot­vopn, hún hefst ekki fyrr en í starfs­þjálfun að sögn Snorra.

Af­staða Lands­sam­bandsins sé sú að sí- og endur­menntun lög­reglu þurfi að stór­efla, bæði hvað varðar notkun skot­vopn­vopna og í öðrum önnur málum.