Eftir manndrápið í Rauðagerði um miðnæturbil á laugardaginn, þar sem albanskur karlmaður var skotinn fyrir utan heimili sitt, hefur skapast umræða um hvort þörf sé á auknum vopnaburði lögreglu sem og að lögregluþjónar fái frekari þjálfun í notkun skotvopna.
Ég er sem lögreglumaður frekar íhaldssamur í svona málum
„Ég er sem lögreglumaður frekar íhaldssamur í svona málum,“ segir Fjölnir Sæmundsson, starfandi varðstjóri á Suðurlandi og tilvonandi formaður Landssambands lögreglumanna Hann tekur við formennsku í sambandinu í lok apríl. Fjölnir segir að almennir lögreglumenn séu þjálfaðir í vopnaburði, innan lögreglunnar séu starfræktir þjálfunarflokkar og lögreglumenn séu í stöðugri þjálfun hvað notkun skotvopna varðar. Hann getur þó ekki tjáð sig um afstöðu Landssambands lögreglumanna þar sem hann hafi ekki tekið við formennsku sambandsins.
Snorri Magnússon formaður Landssambands lögreglumanna segir í það minnsta tvígang hafi verið ályktað á þingi sambandsins sínum að lögregla eigi að fá aðgang að rafbyssum, svokölluðum tasers. „Við höfum ekki talaði fyrir almennri vopnavæðingu lögreglu, alls ekki,“ segir Snorri.
Við höfum ekki talaði fyrir almennri vopnavæðingu lögreglu
Aukin harka í undirheimum á Íslandi veldur vissulega áhyggjum segir Snorri en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins tengist manndrápið í Rauðagerði skipulögðum glæpahópum hér á landi. Hann segir þessa auknu hörku ekki eiga að koma neinum á óvart. Ítrekað hafi komið fram í skýrslum greiningardeildum lögreglu að skipulögð glæpastarfsemi hafi farið vaxandi hér á landi og skýrslurnar sýni svart á hvítu þá þróun sem hér er að eiga sér stað.

Könnun sem gerð var meðal lögreglumanna árið 2012 löggu hafi staðfest að meirihluti lögreglumanna að vilji hafa aðgang að rafbyssum við skyldustörf en meirihluti ekki verið fyrir almennum aðgangi að skotvopnum. Snorri segir sérstakar vopnakistur megi finna í ákveðnum lögreglumönnum.

Snorri segir ekkert millistigi á milli vera í búnaði lögreglumanna á milli kylfu, piparúða og skotvopna, rafbyssan yrði slíkt millistig. Hann segir lögreglu hefja skotvopnaþjálfun hefjast í starfsnámi lögreglu, svokallaðri mennta og starfsþróun. Við Háskólann á Akureyri, sem lögregluskólinn tilheyrir fari ekki fram nein þjálfun með skotvopn, hún hefst ekki fyrr en í starfsþjálfun að sögn Snorra.
Afstaða Landssambandsins sé sú að sí- og endurmenntun lögreglu þurfi að stórefla, bæði hvað varðar notkun skotvopnvopna og í öðrum önnur málum.