Miðað við út­göngu­spár úr bresku þing­kosningunum sem birtust rétt í þessu á vef BBC er Í­halds­flokkurinn með 386 þing­menn og því með 86 manna meiri­hluta. Er flokkurinn með fimm­tíu fleiri þing­menn en í kosningunum árið 2017.

Miðað við þessar út­göngu­spár myndi Verka­manna­flokkurinn hljóta 191 þing­mann, Frjáls­lyndir demó­kratar 13, Brexit flokkurinn engan og Skoski þjóðar­flokkurinn 55. Enn er talið úr kjör­kössum og verður því lokið síðar í nótt.

Í­halds­flokkurinn hafði áður mælst sigur­strang­legastur en þó hafði dregið nokkuð saman með flokknum og Verka­manna­flokknum. Boris John­son, for­sætis­ráð­herra Bret­lands, rak kosninga­bar­áttu sína á lof­orðinu um að klára Brexit.

Á vef BBC er tekið fram að út­göngu­spár hafi alla­jafna verið nokkuð ná­kvæmar. Árið 2017 hafi þær rétti­lega spáð fyrir því að Í­halds­flokkurinn myndi ekki hljóta nægjan­legan fjölda þing­manna fyrir meiri­hluta og árið 2015 hafi Í­halds­flokkurinn verið stærstur, líkt og hafi á endanum verið raunin.

Í tilkynningu frá Verkamannaflokknum kemur fram að enn sé of snemmt að segja til um úrslitin. Verkamannaflokkurinn hafi náð að setja sitt mark á umræðuna í breskum stjórnmálum og kynnt nýjar hugmyndir, á meðan Íhaldsflokkurinn hafi staðið fyrir sama gamla.

Hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu Sky sjónvarpsstöðvarinnar frá úrslitum kosninganna: