Svan­dís Svavars­dóttir, sjávar­út­vegs og land­búnaðar­ráð­herra, hefur ráðið þau Iðunni Garðars­dóttur og Kára Gauta­son sem að­stoðar­menn sína. Fram kemur í til­kynningu á vef stjórnar­ráðsins að Iðunn hafi þegar hafið störf en hún fylgdi Svan­dísi úr heil­brigðis­ráðu­neytinu en Kári kemur til með að hefja störf þann 10. janúar.

Kári Gauta­son er fæddur á Akur­eyri árið 1989 og ólst upp á Græna­læk í Vopna­firði. Hann er stúdent frá Mennta­skólanum á Akur­eyri. Hann lauk BS prófi í bú­vísindum frá Land­búnaðar­há­skólanum á Hvann­eyri árið 2013, og meistara­gráðu í bú­vísindum með á­herslu á erfða­fræði frá Á­rósar­há­skóla árið 2017.

Kári starfaði sem bóndi árin 2013 - 2015 , var ráðu­nautur í loð­dýra­rækt í hluta­starfi 2013-2017 og var fram­kvæmda­stjóri þing­flokks Vinstri­hreyfingarinnar græns fram­boðs 2018-2020.

Seinast starfaði Kári sem sér­fræðingur og stað­gengill fram­kvæmda­stjóra hjá Bænda­sam­tökum Ís­lands og sem stjórnar­maður í stjórn Byggða­stofnunar. Hann lætur nú af þeim störfum til að gerast að­stoðar­maður sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra.

Í kjöl­far kosninganna 2021 hlaut Kári sæti sem annar vara­þing­maður VG í Norð­austur­kjör­dæmi. Maki Kára er Gró Einars­dóttir, doktor í fé­lags­sál­fræði, og saman eiga þau eina dóttur.

Iðunn Garðars­dóttir hefur starfað sem að­stoðar­maður heil­brigðis­ráð­herra frá árinu 2017 og er nú að­stoðar­maður sjávar­út­vegs- og land­búnaðar­ráð­herra.

Iðunn er fædd í Reykja­vík árið 1989. Hún er stúdent frá Mennta­skólanum við Hamra­hlið, lauk BA prófi í ís­lensku frá Há­skóla Ís­lands árið 2013, BA prófi í lög­fræði frá sama skóla árið 2015 og meistara­prófi í lög­fræði frá Há­skóla Ís­lands vorið 2017. Iðunn starfaði sem lög­fræðingur hjá lög­manns­stofunni Juris áður en hún hóf störf í heil­brigðis­ráðu­neytinu.

Iðunn var virk í starfi Röskvu innan Há­skóla Ís­lands, var for­maður fé­lagsins árin 2012-2013 og sat í Stúdenta­ráði og Há­skóla­ráði fyrir hönd fylkingarinnar. Iðunn er í sam­bandi með Skúla Arn­laugs­syni og saman eiga þau eina dóttur.

Tilkynningin um ráðningu þeirra er hér.