Ótrúlegur harmleikur átti sér stað við Múlakot í Fljótshlíð þann 9. júní 2019 þegar lítil einkaflugvél brotlenti. Um borð fimm einstaklingar og af þeim létust þrír, hjónin Ægir Ib Wessman og Ellen Dahl Wessman og Jon Emil Wessman. Þá lifði annar bróðir hennar slysið af, Thor Ib og kærasta Jons Emils, en þau voru flutt alvarlega slösuð á sjúkrahús.

Ida Björg Wessman dóttir Wessman hjónanna talaði um málið við Nadine Guðrúnu Yaghi og Þórhildi Þorkelsdóttur þáttastjórnendur þáttanna Eftirmál í vikunni.

Í þættinum segir Ida frá því hvernig það var að fá fréttir um að foreldrar hennar og bróðir væru látin, hvernig það var að skipuleggja jarðarförina þegar eftirlifandi bróðir hennar var enn á sjúkrahúsi, eftirmál slyssins og hvernig lífið er í dag.

„Sorgin og söknuðurinn er ekkert minni í dag,“ segir Ida.

Mikið flugáhugafólk

Faðir Idu var reynslumikill flugmaður „Þetta var bara hans heimur,“ segir Ida um föður sinn og lýsir honum sem miklum fjölskyldumanni og leið best þegar allir voru saman

Ida segir mömmu sína hafa verið mikil mamma, .líka þar sem pabbi hennar var ekki þau systkinin hafi alla tíð átt mikinn tíma með þeim og „hún var ótrúlega lífsglöð og alltaf í góðu skapi. Það var ótrúlega auðvelt að vera í kringum hana,“ segir Ida og bætir við að hún hafi átt afar gott samband við báðar foreldrar sína, saman og í sitthvoru lagi.

Þá lýsir hún bróður sínum, Joni Emil sem sjálfstæðum strák sem kláraði menntaskólann og einkaflugmanninn á tveimur og hálfu ári. „Ef hann ætlaði sér eitthvað gerði hann það bara, og massaði það alltaf.“

Ida var elsta barn foreldra sinna og hafði átti góðar stundir með fjölskyldunni yfir páskana áður en slysið gerðist.

„Tíminn læknar ekkert öll sár, og það er allt í lagi. Þetta má bara vera svona“

Málaferlar við breskt tryggingafélag

Ida var nokkuð hissa þegar niðurstöður slyssins bárust þar sem niðurstaða rannsóknarnefndar segir að það mætti rekja það til eldsneytisþurrðar.

Hún ræddi við fyrrverandi samstarfsmann föður síns sem var einnig afar hissa yfir niðurstöðum rannsóknaefndarinnar þar sem það fyrsta sem er kennt í flugnáminu að eldsneyti á jörðu niðri gagnist ekki í háloftunum,

Niðurstaðan varð til þess að Ida og bróðir hennar neyðast til að höfða máli gegn bresku tryggingafélagi sem var keypt á vélina, þar sem það neitar að greiða út líf- og slysatryggingu til systkinanna, það það orsakaðist af eldsneytisskorts.

„Af því að mér fannst þetta vera mistök. Þetta eru mistök, það er alveg klárt, alveg sama hver ástæðan á bakvið mistökin er, þá eru þetta mistök,“ segir Ida og bætir við að henni hafi þótt þegar mjög skrýtið.