Ólöfu Helgu Adolfs­dóttur hlað­konu var ný­verið sagt upp störfum hjá Icelandair. Ás­dís Ýr Péturs­dóttir upp­lýsinga­full­trúi fé­lagsins segir fé­lagið hafi farið eftir lögum og kjara­samningum sem einnig eigi við um lög sem kveða um vend trúnaðar­manna starfs­manna.

Á þeim tíma sem henni var sagt upp var hún skráð trúnaðar­maður að sögn Ólafar og stéttar­fé­lagsins Eflingar og hefur Vinnu­eftir­litið stað­fest að hún hafi verið skráð öryggis­trúnaðar­maður.

„Eðli málsins sam­kvæmt ræðir Icelandair ekki mál­efni ein­stakra starfs­manna opin­ber­lega eða við aðra ó­við­komandi. Upp­sagnir eru alltaf erfiðar á­kvarðanir sem teknar eru að vand­lega at­huguðu máli.“

„Fé­lagið fer að lögum og kjara­samningum og á það einnig við um lög sem kveða á um vernd trúnaðar­manna starfs­manna. Eins og fram hefur komið er fé­lagið ó­sam­mála full­yrðingum Eflingar í um­ræddu máli,“ segir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir í svari við fyrir­spurn Mbl.is.

Lögum sam­kvæmt er ó­heimilt að segja upp trúnaðar­mönnum vegna starfa þeirra sem trúnaðar­menn.
Trúnaðar­­menn stétt­ar­­fé­laga njóta mjög ríkr­ar upp­­­sagn­ar­vernd­ar skv. 11. gr. laga um stétt­ar­­fé­lög og vinnu­­deil­ur nr. 80/1938.

„At­vinnu­rek­end­um og um­boðs­mönn­um þeirra er ó­heim­ilt að segja trúnaðar­mönn­um upp vinnu vegna starfa þeirra sem trúnaðar­manna eða láta þá á nokk­urn ann­an hátt gjalda þess, að stétt­ar­­fé­lag hef­ur falið þeim að gegna trúnaðar­­manns­­störf­um fyr­ir sig. Nú þarf at­vinnu­rek­andi að fækka við sig verka­­mönn­um, og skal þá trúnaðar­maður að öðru jöfnu sitja fyr­ir um að halda vinn­unni,“ seg­ir í lög­un­um.