Far­þegar Icelandair á leið frá Evrópu hafa margir hverjir verið heppnir að fá út­sýnis­flug yfir gos­stöðvunum i Geldinga­dölum og sjá hraunið og eld­tungurnar af himnum ofan.

Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Icelandair segja það oft gert fyrir far­þega ef veður­skil­yrðin eru í lagi „Við höfum verið að gera þetta til að gefa fólki kost að sjá gosið úr loft og mælst of­boðs­lega vel fyrir. Far­þegum er til­kynnt um þetta þegar á flugi stendur, en það er metið hverju sinni og í sam­ráði við Isavia og flug­mála­stjórn á svæðinu.“

Einar Dag­bjarts­son, flug­stjóri hjá Icelandair segir það afar vin­sælt og farþegar glaðir með fallega útsýnið yfir gosinu.

„Við erum að gera þetta fyrir far­þegana og fljúgum yfir gosið þegar við vitum að það er í gangi og veður leyfir, þá látum við vita hvoru megin í vélinni gosið sjáist og vekur þetta gríðarlega lukku."

Hann segir fyrir­tækið hvetja flugmenn eindregið til að gleðja far­þegana, ef það er hægt og sýna fólki þetta stórmerki­lega náttúru­undur. „Við gerum þetta rétt og förum var­lega, á­samt því að fara ekki niður fyrir þrjú þúsund fet.“

Eld­gosið í Geldinga­dölum í Fagra­dals­fjalli hófst föstu­dags­kvöldið 19. mars 2021 og hefur verið án efa dregið marga ferða­menn til landsins. Gos­virknin hefur verið mis mikil síðustu vikur og mánuði, en hefur það ekki stoppað ferða­menn að heim­sækja svæðið og sumir ferða­menn jafn­vel hætt sér út á svart hraunið sem getur reynst afar hættu­legt.

Frétta­blaðinu barst nokkrar myndir frá á­hafnar­með­limum Icelandair og er skemmti­legt að sjá væng vélarinnar með gosið í bak­grunn.

Áhafnameðlimir eru svo sannarlega heppnir að sjá þetta stórbrotna útsýni.
Mynd/Aðsend
Mynd úr flugi Icelandair frá London Heathrow að kvöldi til.
Mynd/Aðsend
Eldgosið séð frá flugi þriðjudagskvöld 9. ágúst.
Mynd/Aðsend
Fallegt útsýnið úr vélinni.
Mynd/Aðsend