Icelandair hefur sett í sölu flug frá Alicante á Spáni til Keflavíkur næsta föstudag en það er Utanríkisráðuneytið sem greinir frá þessu.

Flogið verður að kvöldi til og er þetta tækifæri fyrir Íslendinga sem eru á Spáni að koma sér aftur heim til Íslands.

Fyrr í dag var greint frá því að rúmlega 730 manns hafi látist í gær af völdum kórónaveirunnar á Spáni í gær. Heildarfjöldi látinna á Spáni er 3,434 manns.

Með því tók Spánn fram úr Kína í fjölda dauðsfalla sem má rekja til kórónaveirunnar en Ítalía trónir enn á toppnum með tæplega 7000 látna einstaklinga.