Icelandair þurfti í síðustu viku að aðlaga flugáætlun sína vega tafa á flugvélum úr reglulegu viðhaldi.

Vikuna 23.–29. maí var alls tíu flugum flugfélagsins til og frá Keflavíkurflugvelli aflýst.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins, að áhersla sé lögð á að breytingar á flugáætlun hafi sem minnst áhrif á farþega og að koma öllum á sinn áfangastað, helst samdægurs.

„Við höfum þurft að fella niður einstaka flug en öflug flugáætlun og mikil tíðni á vinsælustu áfangastaði okkar hefur gert okkur kleift að leysa þetta að mestu leyti með því að sameina flug innan dagsins,“ segir Ásdís.