Pakka­ferð Icelandair á leik Ís­lands og Frakk­lands í Ung­verja­landi var af­lýst þegar ekki tókst að selja nægi­lega mörg pláss. Á­huginn var mikill til að byrja með, að sögn upp­lýsinga­full­trúa Icelandair, en dalaði svo tölu­vert þegar upp kom um smit hjá lands­liðs­hópnum.

„Það var mikill spenningur í kringum vel­gengni liðsins og við fundum fyrir miklum á­huga á að setja upp pakka­ferð,“ segir Ás­dís Ýr Péturs­dóttir, upp­lýsinga­full­trúi Icelandair. Flug­fé­lagið hafði sveigjan­leika til að setja upp flugið og á­kveðið var að fara af stað með ferðina.

Salan fór vel af stað í fyrstu að sögn Ás­dísar en eftir að fregnir fóru að berast um að leik­menn væru að greinast með Co­vid fór á­huginn að dala og ekki tókst að fylla flugið. Ein­hverjir sem höfðu þegar pantað pláss á­kváðu að af­bóka ferðinni.

„Þetta var í raun og veru spontant á­kvörðun til að mæta þeim á­huga sem fundum fyrir,“ segir Ás­dís og bendir á að lík­lega hafi margt spilað inn í að á­huginn hafi dvínað, meðal annars staða far­aldursins.

Ás­dís segir engar á­kvarðanir hafa verið teknar um hvort efnt verði til fleiri pakka­ferða á Evrópu­meistara­mótið í Ung­verja­landi. „En það er aldrei að vita hvernig þetta þróast,“ segir hún.

Aðsend mynd