Erlent

Iceland jólaauglýsingin þótti of pólitísk

Sjónvarpsauglýsing bresku verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir of pólitísk.

Í auglýsingunni birtist lítill órangútan í herbergi lítillar stelpu. Fréttablaðið/Skjáskot

Sjónvarpsauglýsing bresku verslunarkeðjunnar Iceland hefur verið bönnuð í Bretlandi vegna þess að hún þykir of pólitísk. 

Keðjan gerði auglýsinguna í samráði við náttúruverndarsamtökin Greenpeace og er þetta liður í því að kynna ákvörðu fyrirtækisins um að hætta að selja pálmaolíu.

Í umræddri auglýsingu, sem er stuttmynd, er umfjöllunarefnið hlutskipti órangútans en apategundin er í bráðri útrýmingarhættu vegna eyðinga regnskóga og ásókn í pálmaolíu. 

Breska fjölmiðlanefndin Clearcast sem sér um að samþykkja auglýsingar til birtingar í Bretlandi hafnaði auglýsingunni hins vegar á þeim forsendum að auglýsing bryti gegn ákvæðum í reglum sem kveða á um að auglýsingar skuli ekki gegna pólitísku hlutverki eða vera framleiddar af samtökum í pólitískum tilgangi.

Stofnandi Iceland, Malcolm Walker lýsir yfir miklum vonbrigðu með ákvörðun nefndarinnar í samtali við The Guardian

„Þetta var mynd gerð af Greenpeace og skartaði rödd Emmu Thompson. Við fengum leyfi til að nota hana og taka merki Greenpeace samtakanna af myndefninu. Þetta hefði toppað auglýsingu John Lewis keðjunnar, þetta var svo tilfinningaríkt.“

Sjá má umrædda auglýsingu hér að neðan. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Erlent

Trump heimsækir brunasvæðin: Tíu þúsund heimli farin

Erlent

Facebook sagt rúið öllu trausti

Erlent

Hjá­kona morðingjans: „Hann laug öllu“

Auglýsing

Nýjast

Setti tvö Íslandsmet í dag: „Ekkert kjöt, engin mjólk, engin egg“

Íslendingar sólgnir í hrossakjöt: „Ég elska folald“

Einn vann 27 milljónir

Tvö útköll í Reykjanesbæ vegna veðurs

Spár hafa versnað fyrir kvöldið og nóttina

Enn logar í Hval­eyra­r­braut: „Við gefumst ekki upp“

Auglýsing