Útsvarstekjur Hörgársveitar hækkuðu um tæpan fimmtung á nýliðnu ári, sem er vel umfram landsmeðaltal. Tekjurnar hækkuðu um 60 milljónir króna.
Snorri Finnlaugsson sveitarstjóri segir að auknar útsvarstekjur stuðli að enn frekari uppbyggingu í ört vaxandi sveitarfélagi.
Íbúum Hörgársveitar fjölgaði einnig verulega umfram landsmeðaltal á árinu. Um áramótin voru skráðir íbúar Hörgársveitar 703 og hafði fjölgað um fimmtíu á árinu, eða um 7,7 prósent.
Ef litið er á þróunina á landinu öllu var hlutfallsleg fjölgun 2,0 prósent.
„Við höfum verið í mikilli uppbyggingu á undanförnum árum og þessar tölulegu staðreyndir sýna okkur að sú vinna er að skila sér,“ segir Snorri