Tinna Þor­valds Önnu­dóttir, íbúi í vist­þorpinu í Gufu­nesi, er komin með nóg af úr­ræða­leysi í Reykja­víkur­borgar í sam­göngu­málum í hverfinu. Sam­­göngum í og úr hverfinu er mjög á­bóta­­vant en eina göngu­­leiðin þaðan í strætó er kíló­­metra langur grýttur og ó­­­upp­­­lýstur veg­­slóði sem hefur gert í­búum mjög erfitt fyrir á veturna.

Um síðustu ára­mót byrjaði Reykja­víkur­­borg að bjóða í­búum hverfisins upp á strætó­­leið niður í Spöng í formi leigu­bíla en panta þarf þjónustuna sér­­stak­­lega og er hún að­eins í boði á á­­kveðnum tíma og með löngum fyrir­­vara. Tinna segir þjónustuna vera mjög tak­markaða og í færslu á Face­book-hópnum Sam­tök um bíl­lausan lífs­stíl segir hún frá upp­lifun sinni.

„Ég fór að gráta í símann við Hreyfil áðan, ég er ekki að grínast. Greyið konan gat ekkert fyrir mig gert,“ skrifar Tinna.

„Ég hafði pantaði síðasta bíl dagsins sem í boði var í tengslum við pöntunar­þjónustu strætó úr Spöng og hingað niður eftir en þá bregður svo við - eins og gerist svo oft - að strætó bara kemur ekki. Enginn veit af hverju og það er ekki hægt að kvarta því öllum er drullu­sama, nema mér sem þarf að standa úti í rigningunni í hálf­tíma að bíða eftir næsta.“

Ég fór að gráta í símann við Hreyfil áðan, ég er ekki að grínast. Greyið konan gat ekkert fyrir mig gert.

Sendi póst á alla borgar­full­trúa

Í sam­tali við Frétta­blaðið kveðst Tinna hafa vakið máls á þessum vanda fyrir mörgum mánuðum.

„Í haust, þá sendi ég póst á alla borgar­full­trúa og fékk alveg svör frá mörgum sem voru sam­mála að þetta væri ekki alveg í boði. Þá var ekkert, engar al­mennings­sam­göngur í kortunum og enginn göngu­stígur eða neitt og veturinn að nálgast. Við bara vorum í smá kvíða yfir þessu.“

Fjallað var um málið í fjöl­miðlum í haust og úr varð að borgin byrjaði að bjóða upp á hina áður­nefndu pöntunar­þjónustu strætó. Bót hafi orðið á máli með henni en eins og áður sagði hefur þjónustan verið bæði stopul og ó­á­reiðan­leg.

„Maður þarf að panta með hálf­tíma fyrir­vara í það minnsta en þeir ganga bara á á­kveðnum tímum sem er bara á tveggja tíma fresti og stundum á klukku­tíma fresti, snemma á morgnana. Þetta er lausn en bara hálf lausn,“ segir Tinna.

Færsla Tinnu hefur vakið töluverða athygli.
Skjáskot/Facebook

Skiljan­legt sem milli­bils­á­stand

Að sögn Tinnu svöruðu nokkrir borgar­full­trúar póstum hennar í haust og sögðust ætla að kíkja á málið en lítil hreyfing hefur orðið á málinu eftir ára­mót og enn er engin fram­tíðar­lausn í sjón­máli. Spurð um hvaða lausn hún myndi vilja sjá fyrir sam­göngur í hverfinu segir Tinna:

„Bara ef þetta gengi á eðli­legum strætó­tímum, á hálf­tíma fresti í það minnsta. Eða hve­nær sem er á meðan strætó gengur. Þetta er alveg skiljan­legt sem svona milli­bils­á­stand en svo fyndist mér alveg eðli­legt að það færi bara að ganga þarna niður strætó­leið.“

Hún bætir því við að það þurfi að venja fólk á strætó­sam­göngur og á meðan þær virka ekki sem skyldi er mun lík­legra að fólk leiti í einka­bílinn sem sam­ræmist ef til vill ekki for­sendum vist­þorpsins. Í færslu sinni á Face­book bendir Tinna einnig á að hugsan­lega séu ekki allir í­búar vist­þorpsins líkam­lega færir um að þræða langan og grýttan göngu­stíg til að sækja al­mennings­sam­göngur.

„Ég fruntaðist niður þennan hel­vítis stíg eftir langan vinnu­dag í rigningunni en ef ég væri verri til heilsunnar þá hefði ég ekki getað það - ef ég væri mun eldri kona en ég er þá hefði ég mögu­lega ekki getað það,“ skrifar Tinna og bætir við að lokum að hún viti hrein­lega ekki hvað hún á að gera.