Eldur kom upp í Sjálfs­bjargar­heimilinu við Há­tún seint í gær­kvöld. Slökkvi­liðinu barst til­kynning um brunann um rúm­lega ellefu og sendu rak­leiðis alla bíla á svæðið að sögn Stefáns Kristins­sonar, varð­stjóra hjá slökkvi­liðinu. Hann segir vel hafa tekist til að slökkva eldinn en í­búðin sé ónýt.

,,Hún gerir allt rétt konan sem er þarna, fer beint út og man eftir að loka í­búðinni á eftir sér og þar með kæfist svo­lítið eldurinn,’’ segir Stefán. Það hafi verið mikill reykur í í­búðinni við komu slökkvi­liðsins og það hafi tekið rúma klukku­stund að reykræsta. Stefán segir við­brögð íbúa í­búðarinnar hafa komið í veg fyrir að verr fór. Ekki er enn vitað um elds­upp­tök.

Eldur kom upp í Sjálfs­bjargar­heimilinu við Há­tún í gærkvöldi.
Fréttablaðið/Anton Brink

Slökkvi­liðið hafði í nógu að snúast síðast­liðinn sólar­hring. Farið var í 119 sjúkra­flutninga, þar af voru 18 for­gangs­verk­efni og að auki voru 16 Co­vid-19 flutningar, sam­kvæmt til­kynningu slökkvi­liðsins á Face­book.