Íbúi í Árbæ hefur kært tæmingu Árbæjarlóns til umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkur, á grundvelli skipulagslaga. Lónið var tæmt haustið 2020.

Einar Ágústsson segir að hann sé í forsvari fyrir stóran hóp sem stendur að kærunni, hann hefur búið við Elliðaárnar alla ævi.

„Ég er seintekinn til vandræða en ég skil ekki hvað er á bak við þetta. Það kemur hvorki skýring frá Orkuveitunni eða borginni af hverju þetta var tæmt.“

Orkuveita Reykjavíkur hefur sagt að tilgangur lónsins sé horfinn og því sé ekki heimilt að halda áfram að trufla náttúrulegt rennsli Elliðaánna. Fram kom í skýrslu stýrihóps borgarinnar um Elliðaárdal sem kom út í fyrra að það væri niðurstaða borgarlögmanns að lónið væri ekki friðað og ekki hefði þurft að fá leyfi fyrir tæmingunni.

Í kærunni er vísað til deiliskipulags þar sem gert er ráð fyrir lóninu. Er farið fram á að stíflunni verði lokað á ný og lónið fyllt á ný.Einar segir fuglalíf hafa minnað mikið fyrir ofan stífluna eftir að lónið var tæmt.

„Myndi þetta fara svona í gegn ef menn tæmdu Tjörnina?“