Í­búðum á höfuð­borgar­svæðinu hefur fjölgað um 112 frá því í byrjun nóvember, en alls 1.429 í­búðir eru nú til sölu á höfuð­borgar­svæðinu. Þá eru 2.393 í­búðir til sölu á landinu öllu. Út­gefnir kaup­samningar hafa ekki verið færri á höfuð­borgar­svæðinu síðan 2013, en þeir eru 382 talsins miðað við árs­tíða­leið­réttar tölur. Þetta kemur fram í mánaðar­skýrslu Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar.

Sam­drátturinn hefur þó verið enn hraðari í ná­granna­sveitar­fé­lögum höfuð­borgar­svæðisins undan­farið, en þar voru út­gefnir samningar níu­tíu og sex talsins í októ­ber og níu­tíu og tveir í septem­ber. Til saman­burðar voru þeir 151 í ágúst.

Þá voru hlut­falls­lega færri í­búðir seldar yfir á­settu verði í nóvember saman­ber við októ­ber, en í októ­ber seldust 24,3 prósent í­búða yfir á­settu verði en einungis 19,7 prósent í nóvember. Í apríl síðast­liðnum, þegar mest var, seldust ríf­lega 65 prósent í­búða yfir á­settu verði.

Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Á­fram dregur úr 12 mánaða hækkun í­búða­verðs á höfuð­borgar­svæðinu miðað við vísi­tölu í­búða­verðs. Hún er komin niður í 20,3 prósent en var hæst í 25,5 prósent í júlí. Dregið hefur mun hraðar úr í­búða­verðs­hækkunum er miðað er við vísi­tölu paraðra við­skipta og er 12 mánaða hækkun hennar komin niður í þrettán prósent.

Þá hækkaði leigu­verð á höfuð­borgar­svæðinu um tvö prósent milli mánaða í nóvember miðað við vísi­tölu leigu­verðs. Tólf mánaða hækkun hennar mælist 9,4 prósent, sem er jafn mikið og verð­bólga mældist í nóvember. Það þýðir að raun­verð leigu hefur staðið í stað milli ára þrátt fyrir ein­hverja hækkun síðan í júlí.

Í ná­granna­sveitar­fé­lögum höfuð­borgar­svæðisins hefur hlut­deild nýrra í­búða í sölu­tölum lækkað skarpt undan­farna mánuði þrátt fyrir að fram­boð nýrra í­búða til sölu hafi aukist meira en fram­boð annarra í­búða, sem sætir tíðindum. Það er mögu­lega vís­bending um að dregið hafi meira úr eftir­spurn í ná­granna­sveitar­fé­lögum en á höfuð­borgar­svæðinu.

Tals­verð hreyfing er á hús­næðis­bóta­þegum. Stór hluti þeirra sem þiggja hús­næðis­bætur gera það tíma­bundið. Af þeim 18.100 sem þáðu bætur ein­hvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári, eða um 46 prósent.

Í ljósi þess að fyrsti hópurinn inni­heldur ekki að­eins þá sem þáðu fyrst bætur 2017 heldur einnig þá sem höfðu fengið áður bætur þá vekur at­hygli að það fækkar nærri jafn hratt í þeim hópi á milli ára eins og hjá þeim sem hófu síðar að þiggja bætur.

Til lengri tíma litið virðast flestir annað­hvort fara af leigu­markaði eða tekjur þeirra aukast, sem gerir það að verkum að þeir full­nægja ekki lengur skil­yrðum fyrir hús­næðis­bætur.

Af þeim 18.100 sem þáðu bætur ein­hvern tímann á árinu 2017 voru einungis 8.300 sem þáðu einnig bætur á þessu ári, eða um 46 prósent.
Mynd/Húsnæðis- og mannvirkjastofnun