Slökkvi­liðið á höfuð­borgar­svæðinu var kallað út í gær vegna vatns­leka en þá hafði fjöl­skylda komið að íbúð sinni á floti eftir að hafa verið í fríi er­lendis.

Í skeyti sem slökkvi­liðið birti á Face­book-síðu sinni kemur fram að krani hafi gefið sig með þessum af­leiðingum. „Ekki skemmti­leg heim­koma þar,“ segir slökkvi­liðið.

Slökkvi­lið fór í þrjú út­köll í gær og 87 út­köll á sjúkra­bíla sem telst nokkuð mikið. „Við værum alveg til í að sjá þessa tölu lægri, miðað við að þetta var hvíldar­dagurinn! sunnu­dagur.“