Fyrir­hugað er að Í­búða­lána­sjóður, sem ný­lega var sam­einaður nýrri stofnun Hús­næðis- og mann­virkja­stofnunar (HMS), flytji með starf­semi sína á Sauð­ár­króki í leigu­hús­næði hjá Kaup­fé­lagi Skag­firðinga (KS).

Byggða­stofnun flutti ný­verið úr hús­næði KS en var því lýst yfir á sínum tíma að það væri ó­dýrara fyrir stofnunina að byggja nýtt hús og flytja inn í það en að leigja á­fram hjá kaup­fé­laginu.

Mót­mæltu flutningum

Ekki er ýkja langt síðan mikil um­ræða skapaðist í kringum á­kvörðun Ás­mundar Einars Daða­sonar, fé­lags- og barna­mála­ráð­herra, um að starf­semi Bruna­varna­svið HMS yrði flutt á Sauð­ár­krók í haust.

Magnús Smári Smára­son, for­maður Lands­sam­bands slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­manna, sagði ljóst að engin rök væri að finna fyrir flutningnum önnur en pólitísk. Þá kváðust starfs­menn stofnunarinnar ekki vilja flytja norður.

Guð­jón S. Brjáns­son, þing­maður Sam­fylkingarinnar, fagnar hins vegar þessum breytingum á Face­book síðu sinni í dag. Hann segir á­kvörðun ráð­herra vera djarfa og fína.

Byggðastofnun hefur nú flutt úr leiguhúsnæði hjá kaupfélaginu á Sauðárkróki, KS - í nýtt og glæsilegt hús í grenndinni...

Publicado por Guðjón S. Brjánsson em Domingo, 2 de agosto de 2020