Gunnar Egilsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Árborg, lagði fram bókun þess efnis að fundin yrði leið til að breyta fyrirkomulagi sýnatöku í bænum á fundi bæjarráðs í vikunni.Máli sínu til stuðnings sagði Gunnar að núverandi fyrirkomulag leiddi til örtraðar á Þóristúni og á Eyrarvegi sem valdi íbúum og umferðinni óþægindum sem hafi vakið óánægju. Gunnar segist vilja hefja umræðu um að finna framtíðarlausn þar sem það virðist sem svo að þessi veira sé ekki á förum.Ekki sé hægt að bjóða íbúum sem eru búsettir við göturnar sem eru notaðar í sýnatökuröðina að þær séu reglulega fullar af bílum og velti Gunnar fyrir sér hvort heimilt væri að vísa á íbúðargötur fyrir slíkt.„Það er einn sýnatökustaður fyrir Suðurlandið og það er erfitt að bjóða fólki sem er búsett þarna að göturnar þeirra séu undirlagðar bílum vegna sýnatöku,“ segir Gunnar, aðspurður út í þessa bókun.Hann tekur undir að þetta sé lagt fram með það að markmiði að finna framtíðarlausn enda sé ljóst að veiran sé ekki að fara í bráð.„Þetta ástand virðist ekki vera á förum og að beiðni íbúa tók ég þetta upp þarna.Það er stanslaust streymi fólks sem hefur stíflað hringtorgið við brúna.“