Í­búum í Mið­vangi 41 var brugðið yfir skot­á­rásinni sem átti sér stað í morgun.

„Við héldum að þetta væri djók þegar maðurinn minn las um þetta á netinu,“ segir Hildur Edda Hilmars­dóttir, íbúi á sjö­ttu hæð. Hún sagðist ekki hafa heyrt skot­hvelli en hafi litið út um gluggann og séð þar fjölda sér­sveitar­manna.

„Maðurinn minn fór niður í póst­kassa að sækja blaðið og honum mætir full lyfta af lög­reglu­mönnum. Þeir spyrja hann hvert hann sé að fara. Svo þeir fóru og náðu í blaðið fyrir hann og sendu hann aftur inn í íbúð,“ segir Hildur, og bætir við „þetta hús er ró­legasta hús í heimi og alltaf svo dá­sam­legt.“

Hildur segist ekki hafa fengið neinar nánari upp­lýsingar frá lög­reglu, nema að það hafi verið skotið á bíl. „Maður er alveg í rusli. Ég er svo hrædd.“

Annar íbúi hússins segir í­búunum hafi verið ráð­lagt að fara ekki út í slíku ó­vissu­á­standi. „Ég heyrði að ein­hver hafi verið að skjóta, hvort það hafi verið norðan megin eða sunnan megin, ég er ekki viss,“ segir Hin­rik Vig­fús­son.

„Ég fékk sím­tal frá systur minni sem var að fylgjast með fréttunum. Ég var að vakna við þetta eigin­lega núna. Þetta er alveg ný­skeð hjá mér,“ segir Hin­rik, og bætir við „þetta truflar svefn hjá manni.“