Mælst er til þess að íbúar í bæði Þorlákshöfn og Eyrarbakka loki gluggum vegna mögulegrar gasmengunar frá gosinu sem hófst í Geldingadal rétt fyrir klukkan níu í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru sérfræðingar frá þeim á leið í flug til að mæla gasmengun sem fylgir gosinu en sprungugosum, eins og um ræðir, fylgir ávallt eitthvað gas.

Fyrsta myndin var birt fyrr í kvöld af gosinu og er sprungan nú um 500 metra löng og hraunið nær um kílómetra samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni.

Vegna þess að vindátt er vestlæg er ekki búist við því að gas fjúki í átt að Grindavík eða Reykjanesi.

Beina lýsingu Fréttablaðsins af gosinu má finna hér að neðan.